Jafnlaunavottun

Skattrannsóknarstjóri ríkisins hefur hlotið formlega jafnlaunavottun og leyfi Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerkið 2020-2023. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Þetta er því mikilvæg staðfesting á því að verklag við ákvörðun í launamálum hjá Skattrannsóknarstjór ríkisins, byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun. 

Við erum afar stolt af árangrinum og lítum á þetta sem hvatningu til að vera vakandi fyrir tækifærum til að gera enn betur.

Sjá Jafnlaunastefnu Skattrannsóknarstjóra ríkisins