Viðurlög

Viðurlög vegna brota á skattalögum geta verið refsingar í formi fésekta eða fangelsis, allt að sex árum.

Fjárhæð fésekta er lögbundin með því að hún skuli nema allt frá tvöfaldri til tífaldri þeirri skattfjárhæð sem undan er gengin. Þó getur sekt verið undir framangreindu fésektarlágmarki ef brot einskorðast við að standa ekki skil á réttilega tilgreindum virðisaukaskatti samkvæmt virðisaukaskattsskýrslu eða réttilega tilgreindri staðgreiðslu opinberra gjalda samkvæmt staðgreiðsluskilagrein, enda hafi verið staðin skil á a.m.k. þriðjungi skattfjárhæðar eða málsbætur eru miklar. Önnur viðurlög geta verið svipting starfsréttinda.