Hvert á að tilkynna peningaþvætti?

Hvert á að tilkynna peningaþvætti?

Ef athugun leiðir í ljós vitneskju eða grun um peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka skal tilkynningarskyldur aðili senda tilkynningu til skrifstofu fjármálagreiningu lögreglu.

Tilkynningu skal senda á netfangið pt@hersak.is eða í ábyrgðarpósti á Skúlagötu 17, 101 Reykjavík.

Hvað á að senda með tilkynningu?

Þegar tilkynning er send peningaþvættisskrifstofu vegna gruns um peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka þarf eftirfarandi að koma fram:

  • Dagsetning tilkynningar
  • Upplýsingar um tilkynningarskylda aðilann, símanúmer og netfang
  • Dagsetning, tegund og fjárhæð viðskipta, tegund fjár og gjaldmiðill
  • Nafn, kennitala og skilríki viðskiptamanns
  • Ástæða gruns

Frekari gögn og upplýsingar skulu fylgja ef þörf er á að varpa ljósi á gruninn. Gögn sem ættu að fylgja með tilkynningu eru:

  • Ljósrit af persónuskilríkjum
  • Áreiðanleikakönnun viðskiptamanns
  • Öll önnur gögn sem veitt geta upplýsingar um grun t.d. reikningsyfirlit, kvittanir o.s.frv.

Sjá nánar hér. 

Bann við upplýsingagjöf

Tilkynningarskyldir aðilar, stjórnendur, starfsmenn og aðrir er vinna í þágu tilkynningarskyldra aðila er skylt að sjá til þess að viðskiptamaður eða aðrir utanaðkomandi fái ekki vitneskju um að tilkynning hafi verið send til peningaþvættisskrifstofu eða að rannsókn sé hafin vegna gruns um peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka ef slík rannsókn færi af stað.