Hlutverk

Hlutverk embættis skattrannsóknarstjóra er að standa vörð um félagslega og efnahagslega velferð almennings með því að upplýsa um undanskot frá skatti úr sameiginlegum sjóðum okkar.


Skattrannsóknarstjóri ríkisins fer með rannsóknir skattsvika og annarra skattalagabrota.  Markmið rannsóknar er tvíþætt:

  • Að niðurstöður hennar verði grundvöllur að álagningu skatta
  • Að niðurstöður hennar verði grundvöllur refsimeðferðar


Nánar tiltekið hefur skattrannsóknarstjóri með höndum rannsóknir á brotum á lögum um skatta og gjöld sem á eru lögð af ríkisskattstjóra eða honum falin framkvæmd á, ásamt rannsóknum á brotum á lögum um bókhald og lögum um ársreikninga. Skattar eða gjöld sem lögð er á af öðrum en ríkisskattstjóra eða honum falin framkvæmd á falla því utan verksviðs skattrannsóknarstjóra.


Þegar rannsókn máls er lokið tekur skattrannsóknarstjóri ákvörðun um refsimeðferð málsins. Telji skattrannsóknarstjóri efni til refsimeðferðar getur hann hlutast til um refsimeðferð með þrenns konar hætti; með sektarboði og með því ljúka refsimeðferð máls með sektargerð hjá skattrannsóknarstjóra, með sektarkröfu fyrir yfirskattanefnd eða með því að vísa máli til frekari meðferðar hjá lögreglu. Hvaða leið er farin ræðst einkum af alvarleika ætlaðra brota hverju sinni.


Meðferð mála hjá skattrannsóknarstjóra fer fram í samræmi við þau ákvæði laga sem um embættið gilda, þ.e.  103. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, 39. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, 26. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda og 16. gr. laga nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur.  Reglugerð nr. 373/2001, um framkvæmd skatteftirlits og skattrannsókna hefur að geyma ítarleg ákvæði um hvernig standa skuli að rannsókn mála, þ.m.t. að gagna- og upplýsingaöflun. Í  sömu reglugerð er einnig fjallað um hvernig staðið skuli að refsimeðferð og á hverju ákvörðun þar um er byggð.

Fjárveitingabréf fyrir árið 2020

Erindisbréf skattrannsóknarstjóra ríkisins


Stefna og framtíðarsýn

Stefna embættis skattrannsóknarstjóra

Framtíðarsýn embættis skattrannsóknarstjóra


Jafnlaunastefna

Jafnlaunastefna embættis skattrannsóknarstjóra