Laus störf


Skjalastjóri

Skattrannsóknarstjóri ríkisins leitar að öflugum skjalastjóra til að leiða uppbyggingu og þróun skjalamála embættisins. 

Helstu verkefni og ábyrgð:
• Ábyrgð og umsjón með þróun skjalastefnu og verklags við skjalastjórnun.
• Eftirfylgni með framkvæmd skjalastefnu embættisins.
• Umsjón með frágangi skjalasafns.
• Ráðgjöf og fræðsla við stjórnendur og starfsmenn á sviði skjalamála.
• Þróun og innleiðing rafrænna lausna á sviði skjalamála.
• Umsjón með vefsíðu embættisins og þróun hennar.

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólapróf sem nýtist í starfi, m.a. upplýsingafræði.
• Þekking og reynsla af skjalastjórnun er nauðsynleg.
• Góð almenn tölvukunnátta er nauðsynleg. Þekking á GoPro er kostur.
• Góð samstarfs- og samskiptahæfni er mikilvæg.
• Frumkvæði, metnaður og nákvæmni í starfi.
• Gott vald á íslensku í ræðu og riti.

Umsjón með ráðningu hefur Sandra Sveinbjörnsdóttir fjármálastjóri (sandra@srs.is) og Guðný Bjarnarsdóttir forstöðumaður stoðsviðs (gb@srs.is). Þær veita jafnframt nánari upplýsingar um starfið.

Laun taka mið af kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra við viðkomandi stéttarfélag. Um starfskjör, réttindi og skyldur fer að öðru leyti eftir lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996.

Umsóknum skal skilað á netfangið srs@srs.is  Umsóknarfrestur er til og með 17. september nk. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Starfshlutfall er 100%. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilskrá þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið.

Starfsmenn skattrannsóknarstjóra ríkisins starfa við krefjandi verkefni við rannsóknir brota gegn skattalögum og refsimeðferð þeirra. Hjá embættinu starfar hópur um 30 samheldinna starfsmanna.

Lögfræðingur

Skattrannsóknarstjóri ríkisins leitar að öflugum lögfræðingi til starfa á lögfræðisviði embættisins. 

Helstu verkefni og ábyrgð:
• Undirbúningur og framkvæmd refsimeðferðar vegna skattalagabrota.
• Ritun kröfu- og greinargerða vegna sektarkrafna skattrannsóknarstjóra.
• Ritun kærubréfa til lögreglu.
• Afgreiðsla stjórnsýsluerinda er berast embættinu.
• Úrlausn annarra lögfræðilegra viðfangsefna embættisins.
• Ráðgjöf til starfsmanna embættisins um lögfræðileg málefni.

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Embættis- eða meistarapróf í lögfræði.
• Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu er æskileg.
• Þekking á skattarétti er æskileg.
• Þekking á sakamálarétti er kostur.
• Góð samstarfs- og samskiptahæfni.
• Frumkvæði, metnaður og nákvæmni í starfi.
• Gott vald á íslensku í ræðu og riti.
• Gott vald á Norðurlandatungumáli er kostur.

Umsjón með ráðningu hefur Theodóra Emilsdóttir forstöðumaður lögfræðisviðs (te@srs.is). Hún veitir jafnframt nánari upplýsingar um starfið.

Laun taka mið af kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra við viðkomandi stéttarfélag. Um starfskjör, réttindi og skyldur fer að öðru leyti eftir lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996.

Umsóknum skal skilað á netfangið srs@srs.is  Umsóknarfrestur er til og með 17. september nk. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Starfshlutfall er 100%. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilskrá þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið.

Starfsmenn skattrannsóknarstjóra ríkisins starfa við krefjandi verkefni við rannsóknir brota gegn skattalögum og refsimeðferð þeirra. Hjá embættinu starfar hópur um 30 samheldinna starfsmanna.